Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Guðríður Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:48 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til þeirra sem gera vel/betur. Það er tvennt sem ég hef við þetta að athuga. Annars vegar vil ég benda á að fjármagn dettur ekki af himnum ofan þótt svo menntastofnanir séu færðar í einkarekstur. Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu. Í dag eru leik- og grunnskólar vanfjármagnaðir af sveitarfélögunum. Þannig hafa þeir verið lengi og laun kennara langt undir sambærilegum hópum háskólamenntaðra starfsmanna í opinbera geiranum. Einkaframtakinu munu ekki falla til aukakrónur til að hækka laun kennara bara sí svona. Menntun er ekki „bisness“ og má aldrei verða. Í öðru lagi vara ég eindregið við því að byggja inn einhverskonar hvatakerfi í kjarasamninga kennara, slíkt felur í sér að sumir kennarar fá meira borgað en aðrir á grundvelli frammistöðu, því eins og áður er sama krónan bara notuð einu sinni. Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjölda nemenda? Og hvernig eigum við að meta þetta með tilliti til þess að nemendur eru alls konar og mismunandi og þurfa mismikinn tíma og þolinmæði kennarans? Eiga kennarar að kaupa sér vinsældir nemenda til þess að „jólabónusinn“ skili sér í hús? Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður. Það má svo sannarlega endurskoða kjarasamninga kennara, losa upp vinnuskylduna og auka frelsi kennara til að ráðstafa vinnutíma sínum. Það þarf að meta það aukna álag sem núverandi menntastefna felur í sér fyrir kennara, það þarf að meta þann gríðarlega tíma sem fer í samskipti við heimili, nemendur og stuðningsnet nemenda inn í grunnskólanum, allt meira og minna verk sem hefur verið bætt við vinnu kennara á undanförnum árum. Og fyrst og síðast þarf að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf, það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skoðun Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til þeirra sem gera vel/betur. Það er tvennt sem ég hef við þetta að athuga. Annars vegar vil ég benda á að fjármagn dettur ekki af himnum ofan þótt svo menntastofnanir séu færðar í einkarekstur. Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu. Í dag eru leik- og grunnskólar vanfjármagnaðir af sveitarfélögunum. Þannig hafa þeir verið lengi og laun kennara langt undir sambærilegum hópum háskólamenntaðra starfsmanna í opinbera geiranum. Einkaframtakinu munu ekki falla til aukakrónur til að hækka laun kennara bara sí svona. Menntun er ekki „bisness“ og má aldrei verða. Í öðru lagi vara ég eindregið við því að byggja inn einhverskonar hvatakerfi í kjarasamninga kennara, slíkt felur í sér að sumir kennarar fá meira borgað en aðrir á grundvelli frammistöðu, því eins og áður er sama krónan bara notuð einu sinni. Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjölda nemenda? Og hvernig eigum við að meta þetta með tilliti til þess að nemendur eru alls konar og mismunandi og þurfa mismikinn tíma og þolinmæði kennarans? Eiga kennarar að kaupa sér vinsældir nemenda til þess að „jólabónusinn“ skili sér í hús? Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður. Það má svo sannarlega endurskoða kjarasamninga kennara, losa upp vinnuskylduna og auka frelsi kennara til að ráðstafa vinnutíma sínum. Það þarf að meta það aukna álag sem núverandi menntastefna felur í sér fyrir kennara, það þarf að meta þann gríðarlega tíma sem fer í samskipti við heimili, nemendur og stuðningsnet nemenda inn í grunnskólanum, allt meira og minna verk sem hefur verið bætt við vinnu kennara á undanförnum árum. Og fyrst og síðast þarf að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf, það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun