Séreign er sýnd veiði en ekki gefin Hrafn Magnússon skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun