Við þurfum að þora að fylla teiginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Halldór Orri Björnsson á æfingu FH í vikunni. Vísir/Ernir Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira