Hvað ætlar ríkisstjórnin að láta sauðfjárbændur standa lengi á brúninni? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. ágúst 2017 12:36 Það er sorglegt og í raun pínlegt að horfa uppá ráðaleysi eða viljaleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar til að taka á þeim gríðarlega vanda sem blasir við sauðfjárbændum. Ráðherra landbúnaðarmála hefur vart virt bændur viðlits, hvað þá hlustað á varnaðarorð þeirra. Það er löngu ljóst að landbúnaðarráðherra ræður ekki við hlutverkið og því þarf að færa lausn þessa máls frá ráðherranum og það fyrir löngu. Bændur hafa bent á lausnir og mörg fordæmi eru erlendis frá fyrir því að stjórnvöld komi matvælaframleiðslu til aðstoðar. Árin 2015 og 2016 samþykkti Evrópusambandið (ESB) að veita rúmum 217,5 milljörðum íslenskra króna (á gengi dagsins) til að styðja við mjólkuriðnaðinn. Þetta voru sértækar aðgerðir, til viðbótar við almennan stuðning sambandsins við greinina. Nú hafa ráðherrar Viðreisnar veik hné þegar ESB ber á góma og ættu því að geta réttlætt fyrir sér sérstækar aðgerðir til handa íslenskum bændum í takt við aðgerðir draumalandsins. Ef heildarmyndin er skoðuð þá er miklu meira undir en eingöngu sauðfjárbúin. Það er byggðin um landið, það er ferðaþjónustan í sveitunum, það er öll önnur starfsemi sem fylgir byggð í sveitum landsins. Allt þetta er undir. Þetta snýst um miklu meira en landbúnaðinn einan. Hvað er hægt að gera? Ég beitti mér fyrir því að ríkisstjórn Framsóknarflokks setti 100 milljónir króna í aukið markaðsstarf lambakjöts. Skoða þarf að auka þá fjármuni, setja á útflutningsskyldu en strax þarf ríkið að kaupa upp þær birgðir sem fyrir eru. Mikil hagræðing hefur orði í umhverfi afurðastöðva undanfarin ár en þar þarf áfram að hagræða. Fækka þar stóru afurðastöðvunum og einfalda umgjörð þeirra sem vilja bjóða uppá beint frá býli. Bændur hafa haft hugmyndir um hvernig draga má úr framleiðslu og er eðlilegt að skoða það vandlega. Mestu skiptir að brugðist sé strax við, fordæmin eru til en svo virðist sem ríkisstjórnina skorti vilja.Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi Utanríkis- og Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorglegt og í raun pínlegt að horfa uppá ráðaleysi eða viljaleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar til að taka á þeim gríðarlega vanda sem blasir við sauðfjárbændum. Ráðherra landbúnaðarmála hefur vart virt bændur viðlits, hvað þá hlustað á varnaðarorð þeirra. Það er löngu ljóst að landbúnaðarráðherra ræður ekki við hlutverkið og því þarf að færa lausn þessa máls frá ráðherranum og það fyrir löngu. Bændur hafa bent á lausnir og mörg fordæmi eru erlendis frá fyrir því að stjórnvöld komi matvælaframleiðslu til aðstoðar. Árin 2015 og 2016 samþykkti Evrópusambandið (ESB) að veita rúmum 217,5 milljörðum íslenskra króna (á gengi dagsins) til að styðja við mjólkuriðnaðinn. Þetta voru sértækar aðgerðir, til viðbótar við almennan stuðning sambandsins við greinina. Nú hafa ráðherrar Viðreisnar veik hné þegar ESB ber á góma og ættu því að geta réttlætt fyrir sér sérstækar aðgerðir til handa íslenskum bændum í takt við aðgerðir draumalandsins. Ef heildarmyndin er skoðuð þá er miklu meira undir en eingöngu sauðfjárbúin. Það er byggðin um landið, það er ferðaþjónustan í sveitunum, það er öll önnur starfsemi sem fylgir byggð í sveitum landsins. Allt þetta er undir. Þetta snýst um miklu meira en landbúnaðinn einan. Hvað er hægt að gera? Ég beitti mér fyrir því að ríkisstjórn Framsóknarflokks setti 100 milljónir króna í aukið markaðsstarf lambakjöts. Skoða þarf að auka þá fjármuni, setja á útflutningsskyldu en strax þarf ríkið að kaupa upp þær birgðir sem fyrir eru. Mikil hagræðing hefur orði í umhverfi afurðastöðva undanfarin ár en þar þarf áfram að hagræða. Fækka þar stóru afurðastöðvunum og einfalda umgjörð þeirra sem vilja bjóða uppá beint frá býli. Bændur hafa haft hugmyndir um hvernig draga má úr framleiðslu og er eðlilegt að skoða það vandlega. Mestu skiptir að brugðist sé strax við, fordæmin eru til en svo virðist sem ríkisstjórnina skorti vilja.Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi Utanríkis- og Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun