Hvað ætlar ríkisstjórnin að láta sauðfjárbændur standa lengi á brúninni? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. ágúst 2017 12:36 Það er sorglegt og í raun pínlegt að horfa uppá ráðaleysi eða viljaleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar til að taka á þeim gríðarlega vanda sem blasir við sauðfjárbændum. Ráðherra landbúnaðarmála hefur vart virt bændur viðlits, hvað þá hlustað á varnaðarorð þeirra. Það er löngu ljóst að landbúnaðarráðherra ræður ekki við hlutverkið og því þarf að færa lausn þessa máls frá ráðherranum og það fyrir löngu. Bændur hafa bent á lausnir og mörg fordæmi eru erlendis frá fyrir því að stjórnvöld komi matvælaframleiðslu til aðstoðar. Árin 2015 og 2016 samþykkti Evrópusambandið (ESB) að veita rúmum 217,5 milljörðum íslenskra króna (á gengi dagsins) til að styðja við mjólkuriðnaðinn. Þetta voru sértækar aðgerðir, til viðbótar við almennan stuðning sambandsins við greinina. Nú hafa ráðherrar Viðreisnar veik hné þegar ESB ber á góma og ættu því að geta réttlætt fyrir sér sérstækar aðgerðir til handa íslenskum bændum í takt við aðgerðir draumalandsins. Ef heildarmyndin er skoðuð þá er miklu meira undir en eingöngu sauðfjárbúin. Það er byggðin um landið, það er ferðaþjónustan í sveitunum, það er öll önnur starfsemi sem fylgir byggð í sveitum landsins. Allt þetta er undir. Þetta snýst um miklu meira en landbúnaðinn einan. Hvað er hægt að gera? Ég beitti mér fyrir því að ríkisstjórn Framsóknarflokks setti 100 milljónir króna í aukið markaðsstarf lambakjöts. Skoða þarf að auka þá fjármuni, setja á útflutningsskyldu en strax þarf ríkið að kaupa upp þær birgðir sem fyrir eru. Mikil hagræðing hefur orði í umhverfi afurðastöðva undanfarin ár en þar þarf áfram að hagræða. Fækka þar stóru afurðastöðvunum og einfalda umgjörð þeirra sem vilja bjóða uppá beint frá býli. Bændur hafa haft hugmyndir um hvernig draga má úr framleiðslu og er eðlilegt að skoða það vandlega. Mestu skiptir að brugðist sé strax við, fordæmin eru til en svo virðist sem ríkisstjórnina skorti vilja.Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi Utanríkis- og Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt og í raun pínlegt að horfa uppá ráðaleysi eða viljaleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar til að taka á þeim gríðarlega vanda sem blasir við sauðfjárbændum. Ráðherra landbúnaðarmála hefur vart virt bændur viðlits, hvað þá hlustað á varnaðarorð þeirra. Það er löngu ljóst að landbúnaðarráðherra ræður ekki við hlutverkið og því þarf að færa lausn þessa máls frá ráðherranum og það fyrir löngu. Bændur hafa bent á lausnir og mörg fordæmi eru erlendis frá fyrir því að stjórnvöld komi matvælaframleiðslu til aðstoðar. Árin 2015 og 2016 samþykkti Evrópusambandið (ESB) að veita rúmum 217,5 milljörðum íslenskra króna (á gengi dagsins) til að styðja við mjólkuriðnaðinn. Þetta voru sértækar aðgerðir, til viðbótar við almennan stuðning sambandsins við greinina. Nú hafa ráðherrar Viðreisnar veik hné þegar ESB ber á góma og ættu því að geta réttlætt fyrir sér sérstækar aðgerðir til handa íslenskum bændum í takt við aðgerðir draumalandsins. Ef heildarmyndin er skoðuð þá er miklu meira undir en eingöngu sauðfjárbúin. Það er byggðin um landið, það er ferðaþjónustan í sveitunum, það er öll önnur starfsemi sem fylgir byggð í sveitum landsins. Allt þetta er undir. Þetta snýst um miklu meira en landbúnaðinn einan. Hvað er hægt að gera? Ég beitti mér fyrir því að ríkisstjórn Framsóknarflokks setti 100 milljónir króna í aukið markaðsstarf lambakjöts. Skoða þarf að auka þá fjármuni, setja á útflutningsskyldu en strax þarf ríkið að kaupa upp þær birgðir sem fyrir eru. Mikil hagræðing hefur orði í umhverfi afurðastöðva undanfarin ár en þar þarf áfram að hagræða. Fækka þar stóru afurðastöðvunum og einfalda umgjörð þeirra sem vilja bjóða uppá beint frá býli. Bændur hafa haft hugmyndir um hvernig draga má úr framleiðslu og er eðlilegt að skoða það vandlega. Mestu skiptir að brugðist sé strax við, fordæmin eru til en svo virðist sem ríkisstjórnina skorti vilja.Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi Utanríkis- og Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar