Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 22:50 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, virðist afar bjartsýn á að Íslendingum takist að rafvæða bílaflota sinn á mettíma. Visir/Stefán Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira