Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 22:50 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, virðist afar bjartsýn á að Íslendingum takist að rafvæða bílaflota sinn á mettíma. Visir/Stefán Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira