Haustverkin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar