Haukar búnir að rifta samningi við Ivan Ivkovic og senda hann heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 14:27 Ivan Ivkovic í leik með Haukum á síðasta tímabili. Vísir/Anton Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48