Haukar búnir að rifta samningi við Ivan Ivkovic og senda hann heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 14:27 Ivan Ivkovic í leik með Haukum á síðasta tímabili. Vísir/Anton Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48