Erlent

Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni

Atli Ísleifsson skrifar
Filippus prins er 96 ára gamall.
Filippus prins er 96 ára gamall. Vísir/AFP
Hertoginn af Edinborg, Filippus prins, mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni í dag.

Síðasta opinbera verkefni Filippusar verður að vera viðstaddur skrúðgöngu við Buckingham-höll á miðvikudag. Talsmaður hallarinnar segir að prinsinn, sem er 96 ára gamall, muni þó framvegis af og til koma fram ásamt Elísabetu II Bretlandsdrottningu, eiginkonu sinni.

Í frétt Guardian segir að á miðvikudag komi prinsinn til með að hafa sinnt 22.219 opinberum verkefnum frá því að Elísabet tók við krúninni árið 1952. Þá á hann að hafa ferðast 637 sinnum til útlanda á eigin vegum og haldið 5.496 ræður.

Tilkynnt var í maí að Filippus hugðist hætta öllum opinberum erindagjörðum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×