Körfubolti

Áttunda sæti niðurstaðan eftir tap gegn Þýskalandi

Elías Orri Njarðarson skrifar
Lið Íslands stóð sig vel á mótinu í Grikklandi
Lið Íslands stóð sig vel á mótinu í Grikklandi mynd/kkí
U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu 79-73 gegn Þýskalandi í leik um 7. sæti á Evrópumóti U20 ára.

Íslendingar byrjuðu leikinn af krafti og þegar að fyrsta leikhluta lauk var Ísland yfir í leiknum 10-20.

Leikurinn var jafn og spennandi og Þjóðverjar bitu frá sér í öðrum leikhlutanum en staðan í hálfleik var 35-38 Íslandi í vil.

Eftir hálfleikinn mættu Þjóðverar mjög grimmir til leiks og komust yfir eftir þriðja leikhlutann 59-54.

Fjórði leikhluti var mjög spennandi og allt var í járnum en Þjóðverjar náðu að tryggja sér sigur, 79-73 og 8. sætið staðreynd á Evrópumóti U20 ára í körfubolta. Flottur árangur hjá Íslenska liðinu.

Tryggvi Snær Hlinason hélt áfram góðri frammistöðu sinni á mótinu og skoraði 23 stig og tók 8 fráköst í leiknum.

Halldór Hermannsson og Ingvi Guðmundsson skoruðu báðir 12 stig í leiknum ásamt því að gefa báðir 2 stoðsendingar í íslenska liðinu.

Moritz Wagner var atkvæðamestur hjá Þýskalandi en hann skoraði 32 stig og tók 6 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×