Körfubolti

Tryggvi í úrvalsliði EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi var framlagshæsti leikmaður mótsins.
Tryggvi var framlagshæsti leikmaður mótsins. vísir/ernir
Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta.

Tryggvi vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á mótinu en hann átti hvað stærstan þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í sögunni.

Tryggvi var framlagshæsti leikmaður mótsins með 25,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Tryggvi varði einnig flest skot allra leikmanna á mótinu, eða 3,1 að meðaltali í leik.

Tryggvi var ellefti stigahæsti leikmaður mótsins (16,1) og fimmti frákastahæsti (11,6).

Evrópumeistarar Grikkja eiga tvo leikmenn í úrvalsliðinu; Antonis Koniaris og Vassilis Charalampopoulos sem var valinn verðmætasti leikmaður mótsins.

Ísraelinn Tamir Blatt og Frakkinn Amine Noua eru einnig í úrvalsliðinu.


Tengdar fréttir

NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva

Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×