Scalise útskrifaður af sjúkrahúsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 23:28 Steve Scalise. Vísir/Getty Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18