Lamar Odom: Ég notaði kókaín á hverjum einasta degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Lamar Odom er kominn aftur á beinu brautina. vísir/getty Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira