Innlent

Segja óvissuna afar óþægilega

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hótelið er norðan við Mývatn.
Hótelið er norðan við Mývatn. vísir/stefán
Rekstraraðilar Fosshótels við Mývatn segja óvissuna sem hefur skapast í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá því í síðustu viku afar óþægilega. Nauðsynlegt sé að fá skorið úr henni sem fyrst.

Eins og kunnugt er felldi nefndin úr gildi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að hóteluppbyggingin, sem er á verndarsvæði Mývatns og Laxár, skuli ekki sæta umhverfismati.

Rekstraraðilarnir taka fram í yfirlýsingu að úrskurðurinn feli ekki sjálfkrafa í sér að framkvæmdin fari í umhverfismat, heldur snúi hann eingöngu að málsmeðferðinni.

Skipulagsstofnun þurfi nú að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið skuli sæta umhverfismati, en stefnt er að því niðurstaða stofnunarinnar liggi fyrir í lok sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×