Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs. Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann. Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann.
Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00