Sölvi Geir Ottesen er án félags sem stendur og útilokar ekki að spila á Íslandi í sumar. Hann mun þó skoða fleiri möguleika.
Þetta segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag. Sölvi Geir lék síðast í Tælandi en hefur einnig spilað við góðan orðstír í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Kína.
„Ég er bara að fara yfir stöðuna. Einn af möguleikunum sem koma til greina er að spila á Íslandi í sumar. Nokkur lið hafa haft samband en ég mun skoða málin betur þegar ég er kominn heim,“ sagði hann en Sölvi var væntanlegur til landsins í gærkvöldi.
Hann sagði enn fremur að það væru möguleikar í boði fyrir hann í Asíu og fleiri stöðum en það væri ekkert í hendi.
Sölvi Geir æfði með FH í vetur segir félagið spennandi kost fyrir sig.
Sölvi útilokar ekki að spila á Íslandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti


„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
