Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 09:45 Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15