Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 09:45 Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15