NASA svarar Gwyneth Paltrow vegna meintra heilsuplástra Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2017 15:45 Gwyneth Paltrow hefur verið iðin við kolann þegar kemur að því að hagnast á ýmis konar hjávísindum, nú með að reyna að tengja sig við NASA. Athugið, myndin er samsett. Vísir Heilsugúrú um allan heim setja daglega fram vafasamar fullyrðingar um ágæti vara af ýmsu tagi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA sver af sér nokkur tengsl við slíka vöru eins og í tilfelli „heilsuplástra“ sem leikkonan Gwyneth Paltrow mælti með á heilsubloggi sínu. Paltrow er þekkt fyrir að dreifa alls kyns ráðleggingum sem fáir heilbrigðisstarfsmenn gætu skrifað undir á vefsíðunni Goop. Þannig hefur hún meðal annars mælt með steini sem konur eigi að stinga upp í leggöng til að styrkja vöðva. Nýlega birtist á síðunni færsla um límmiða sem fyrirtækið Body Vibes selur. Þar er því haldið fram að límmiðarnir séu gerðir úr sömu „leiðandi koltrefjunum sem NASA notar til að fóðra geimbúninga sína svo að hún geti fylgst með lífsmerkjum geimfaranna“, að því er kemur fram í grein Washington Post. Lýsingin á því hvað miðarnir eiga að gera er enn framandlegri. „Mannslíkaminn virkar á kjörorkutíðni en dagleg streita og kvíði geta raskað innra jafnvægi okkar, tæmt orkuforða okkar og veikt ónæmiskerfi okkar,“ segir í færslu Goop. Söluaðilinn heldur því jafnframt fram að límmiðarnir hafi róaandi áhrif og dragi úr streitu og kvíða.Ekki fylgir sögunni hvort að notendur límmiðanna þurfi að taka þátt í hópknúsi naktir en svona auglýsir Body Vibes þá.Body VipesEngar koltrefjar í geimbúningunumTalsmaður NASA segir hins vegar við Washington Post að engar koltrefjar séu notaðar í geimbúningana. Í frétt Gizmodo sem sagði fyrst frá málinu kom fram að búningarnir séu í raun úr plastefnum, spandexi og öðrum efnum. Færslunni á Goop og lýsingunni á vefsíðu Body Vibes var breytt í kjölfarið og vísanir til NASA fjarlægðar. „Við ætluðum okkur aldrei að afvegaleiða neinn,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem hélt því fram að það hefði fengið rangar upplýsingar frá dreifiaðila. Límmiðarnir eru seldir í tíu stykkja pökkum fyrir sextíu dollara eða í 24 stykkjum fyrir 120 dollara. Neytendur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Heilsugúrú um allan heim setja daglega fram vafasamar fullyrðingar um ágæti vara af ýmsu tagi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA sver af sér nokkur tengsl við slíka vöru eins og í tilfelli „heilsuplástra“ sem leikkonan Gwyneth Paltrow mælti með á heilsubloggi sínu. Paltrow er þekkt fyrir að dreifa alls kyns ráðleggingum sem fáir heilbrigðisstarfsmenn gætu skrifað undir á vefsíðunni Goop. Þannig hefur hún meðal annars mælt með steini sem konur eigi að stinga upp í leggöng til að styrkja vöðva. Nýlega birtist á síðunni færsla um límmiða sem fyrirtækið Body Vibes selur. Þar er því haldið fram að límmiðarnir séu gerðir úr sömu „leiðandi koltrefjunum sem NASA notar til að fóðra geimbúninga sína svo að hún geti fylgst með lífsmerkjum geimfaranna“, að því er kemur fram í grein Washington Post. Lýsingin á því hvað miðarnir eiga að gera er enn framandlegri. „Mannslíkaminn virkar á kjörorkutíðni en dagleg streita og kvíði geta raskað innra jafnvægi okkar, tæmt orkuforða okkar og veikt ónæmiskerfi okkar,“ segir í færslu Goop. Söluaðilinn heldur því jafnframt fram að límmiðarnir hafi róaandi áhrif og dragi úr streitu og kvíða.Ekki fylgir sögunni hvort að notendur límmiðanna þurfi að taka þátt í hópknúsi naktir en svona auglýsir Body Vibes þá.Body VipesEngar koltrefjar í geimbúningunumTalsmaður NASA segir hins vegar við Washington Post að engar koltrefjar séu notaðar í geimbúningana. Í frétt Gizmodo sem sagði fyrst frá málinu kom fram að búningarnir séu í raun úr plastefnum, spandexi og öðrum efnum. Færslunni á Goop og lýsingunni á vefsíðu Body Vibes var breytt í kjölfarið og vísanir til NASA fjarlægðar. „Við ætluðum okkur aldrei að afvegaleiða neinn,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem hélt því fram að það hefði fengið rangar upplýsingar frá dreifiaðila. Límmiðarnir eru seldir í tíu stykkja pökkum fyrir sextíu dollara eða í 24 stykkjum fyrir 120 dollara.
Neytendur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira