Jarðarbúar bera lítið traust til Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2017 07:55 Trump ásamt öðrum þjóðarleiðtogum. Vísir/AFP Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 Donald Trump Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017
Donald Trump Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira