Körfubolti

Haukur Helgi kominn í frönsku úrvalsdeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi er kominn með nýtt lið.
Haukur Helgi er kominn með nýtt lið. vísir/valli
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er genginn í raðir Cholet Basket sem endaði í 11. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Haukur Helgi lék með Rouen í frönsku B-deildinni á síðasta tímabili. Hann var með 12,3 stig, 4,7 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Haukur Helgi hefur einnig leikið á Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Svíþjóð og með Fjölni og Njarðvík á Íslandi.

Haukur Helgi hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er á leið á sitt annað Evrópumót í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×