Kaupfélag Þingeyinga Jón Sigurðsson skrifar 15. júní 2017 09:30 Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar