Spennandi tímar í vestnorrænu samstarfi! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. júní 2017 09:45 Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í eða fylgjast með starfsemi ráðsins eflast á liðnum rúmlega 30 árum og samskipti vestnorrænu þjóðanna aukast og tengslin styrkjast á sama tíma. Öll hafa löndin tekið stór skref á þessum tíma í sókn til betri lífskjara þótt sú vegferð hafi ekki verið hnökralaus og án þess að erfiðleikar, jafnvel harkalegir, hafi barið að dyrum. Færeyjar og Grænland eru á braut aukinnar sjálfstjórnar með fullt sjálfstæði sem lokamarkmið. Það er trú undirritaðs að báðar þjóðirnar muni ná því takmarki vel fyrir miðja þessa öld, Færeyjar fyrr en seinna og síðan einnig Grænland þó þar vanti enn sem komið er nokkru meira upp á grundvöll fulls efnahagslegs sjálfstæðis. Bæði löndin eru nú í ferli með að móta sér sínar fyrstu sjálfstæðu stjórnarskrár.Samstarfið eflist Nú á dögunum var umsókn Vestnorræna ráðsins um áheyrnaraðild að Heimskautaráðinu samþykkt og markar það tímamót, eykur vægi ráðsins og styrkir hina vestnorrænu rödd á þeim mikilvæga vettvangi. Hinn 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir að grænlensk sendistofa opni í Reykjavík. Verða þá bæði Færeyjar og Grænland komnar með sína fulltrúa á Íslandi og Ísland með sendistofur skipaðar aðalræðismönnum í báðum löndunum á móti. Fer vel á því að einmitt á árinu 2018, þegar Ísland fagnar 100 ára fullveldisafmæli sínu, verða hin vestnorrænu tengsl sterkari en nokkru sinni fyrr og sýnileg með þessum hætti. Samgöngur milli landanna og innan svæðisins hafa styrkst undanfarin ár og eru enn að eflast. Flugsamgöngur milli Íslands og Grænlands hafa stóraukist, Færeyingar auka umsvif sín í sjósamgöngum til og frá Íslandi og höfuð skipafélög Grænlands og Íslands hafa nýverið náð samkomulagi um aukið samstarf.Stefna Íslands Á þessum tímamótum í vestnorrænu samstarfi og þegar í hönd fer 100 ára fullveldisafmæli Íslands á árinu 2018, er við hæfi að horfa fram á veginn. Þessi tímamót eru gott tilefni til þess fyrir Ísland að sýna í verki velvilja, stórhug og öflugan stuðning við frekari þróun og eflingu vestnorræns samstarfs. Óteljandi tækifæri og möguleikar liggja í því fyrir þjóðirnar þrjár sem svæðið byggja að auka sína samvinnu. Má í því sambandi nefna uppbyggingu samgangna og sókn í ferðaþjónustu, samstarf á sviði heilbrigðis-, mennta- og menningarmála, aukin innbyrðis viðskipti og samskipti af öllum toga. Aukin gagnkvæm þekking og skilningur almennings og ýmiskonar grasrótarsamstarf, sem hlúa þarf að, á hér að skipa veglegan sess. Ísland á nú fyrir sitt leyti að vinna sína heimavinnu og ekki efast ég um að vilji er til staðar til hins sama bæði í Færeyjum og Grænlandi. l Ísland á að móta sér formlega stjórnarstefnu með þingsályktunartillögu um áherslur í vestnorrænu samstarfi, hliðstæða þeirri sem mótuð hefur verið í málefnum heimskautasvæðisins. l Ísland á í tilefni af fullveldisafmæli sínu að leggja myndarleg framlög til Grænlandssjóðs og stofna sambærilegan Færeyjasjóð. Sjóðirnir hefðu (áfram) það hlutverk að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem stuðlað geta að auknum samskiptum grannþjóðanna og Íslands. l Ísland á að bjóða fram aukin framlög til eflingar Vestnorræna ráðsins, enda slíks full þörf með auknum verkefnum þess og um leið myndu kostnaðarhlutföll færast nær réttu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hvers lands um sig. l Ísland á að bjóða fulltrúum grannþjóða sinna í austri og vestri til sérstakrar og mjög sýnilegrar þátttöku í hátíðarhöldum á afmælisári fullveldisins. Á óvissutímum loftslagsbreytinga og viðsjár í alþjóðastjórnmálum er fátt mikilvægara en rækta góð tengsl og eiga friðsamlega og uppbyggilega samvinnu við sína nágranna. Þrátt fyrir margvíslegar og sumpart mismunandi áskoranir eiga vestnorrænu löndin mjög margt sameiginlegt. Fámennar þjóðir glíma við það í krefjandi umhverfi að byggja upp þróuð velferðarsamfélög í fremstu röð og hafa allar ríkan vilja til að ráða örlögum sínum sjálfar. Saman verður þeim róðurinn léttari. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna, fulltrúi í Norðurlandaráði og fyrrv. fulltrúi í Vestnorræna ráðinu. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í eða fylgjast með starfsemi ráðsins eflast á liðnum rúmlega 30 árum og samskipti vestnorrænu þjóðanna aukast og tengslin styrkjast á sama tíma. Öll hafa löndin tekið stór skref á þessum tíma í sókn til betri lífskjara þótt sú vegferð hafi ekki verið hnökralaus og án þess að erfiðleikar, jafnvel harkalegir, hafi barið að dyrum. Færeyjar og Grænland eru á braut aukinnar sjálfstjórnar með fullt sjálfstæði sem lokamarkmið. Það er trú undirritaðs að báðar þjóðirnar muni ná því takmarki vel fyrir miðja þessa öld, Færeyjar fyrr en seinna og síðan einnig Grænland þó þar vanti enn sem komið er nokkru meira upp á grundvöll fulls efnahagslegs sjálfstæðis. Bæði löndin eru nú í ferli með að móta sér sínar fyrstu sjálfstæðu stjórnarskrár.Samstarfið eflist Nú á dögunum var umsókn Vestnorræna ráðsins um áheyrnaraðild að Heimskautaráðinu samþykkt og markar það tímamót, eykur vægi ráðsins og styrkir hina vestnorrænu rödd á þeim mikilvæga vettvangi. Hinn 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir að grænlensk sendistofa opni í Reykjavík. Verða þá bæði Færeyjar og Grænland komnar með sína fulltrúa á Íslandi og Ísland með sendistofur skipaðar aðalræðismönnum í báðum löndunum á móti. Fer vel á því að einmitt á árinu 2018, þegar Ísland fagnar 100 ára fullveldisafmæli sínu, verða hin vestnorrænu tengsl sterkari en nokkru sinni fyrr og sýnileg með þessum hætti. Samgöngur milli landanna og innan svæðisins hafa styrkst undanfarin ár og eru enn að eflast. Flugsamgöngur milli Íslands og Grænlands hafa stóraukist, Færeyingar auka umsvif sín í sjósamgöngum til og frá Íslandi og höfuð skipafélög Grænlands og Íslands hafa nýverið náð samkomulagi um aukið samstarf.Stefna Íslands Á þessum tímamótum í vestnorrænu samstarfi og þegar í hönd fer 100 ára fullveldisafmæli Íslands á árinu 2018, er við hæfi að horfa fram á veginn. Þessi tímamót eru gott tilefni til þess fyrir Ísland að sýna í verki velvilja, stórhug og öflugan stuðning við frekari þróun og eflingu vestnorræns samstarfs. Óteljandi tækifæri og möguleikar liggja í því fyrir þjóðirnar þrjár sem svæðið byggja að auka sína samvinnu. Má í því sambandi nefna uppbyggingu samgangna og sókn í ferðaþjónustu, samstarf á sviði heilbrigðis-, mennta- og menningarmála, aukin innbyrðis viðskipti og samskipti af öllum toga. Aukin gagnkvæm þekking og skilningur almennings og ýmiskonar grasrótarsamstarf, sem hlúa þarf að, á hér að skipa veglegan sess. Ísland á nú fyrir sitt leyti að vinna sína heimavinnu og ekki efast ég um að vilji er til staðar til hins sama bæði í Færeyjum og Grænlandi. l Ísland á að móta sér formlega stjórnarstefnu með þingsályktunartillögu um áherslur í vestnorrænu samstarfi, hliðstæða þeirri sem mótuð hefur verið í málefnum heimskautasvæðisins. l Ísland á í tilefni af fullveldisafmæli sínu að leggja myndarleg framlög til Grænlandssjóðs og stofna sambærilegan Færeyjasjóð. Sjóðirnir hefðu (áfram) það hlutverk að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem stuðlað geta að auknum samskiptum grannþjóðanna og Íslands. l Ísland á að bjóða fram aukin framlög til eflingar Vestnorræna ráðsins, enda slíks full þörf með auknum verkefnum þess og um leið myndu kostnaðarhlutföll færast nær réttu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hvers lands um sig. l Ísland á að bjóða fulltrúum grannþjóða sinna í austri og vestri til sérstakrar og mjög sýnilegrar þátttöku í hátíðarhöldum á afmælisári fullveldisins. Á óvissutímum loftslagsbreytinga og viðsjár í alþjóðastjórnmálum er fátt mikilvægara en rækta góð tengsl og eiga friðsamlega og uppbyggilega samvinnu við sína nágranna. Þrátt fyrir margvíslegar og sumpart mismunandi áskoranir eiga vestnorrænu löndin mjög margt sameiginlegt. Fámennar þjóðir glíma við það í krefjandi umhverfi að byggja upp þróuð velferðarsamfélög í fremstu röð og hafa allar ríkan vilja til að ráða örlögum sínum sjálfar. Saman verður þeim róðurinn léttari. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna, fulltrúi í Norðurlandaráði og fyrrv. fulltrúi í Vestnorræna ráðinu. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar