Tíðrætt um traust Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2017 07:00 "Mér sýnist á öllu að gamla Ísland vinni, jibbý,“ sagði Birgitta Jónsdóttir áður en hún gekk úr pontu. Í bakgrunni sést ráðherra dómsmála, Sigríður Á. Andersen, með óræðan svip. vísir/ernir Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt, og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Fyrir lá að tveir þingmenn yrðu fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Brynjar er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur sem færð var upp á lista Sigríðar en Svandís fyrrverandi eiginkona Ástráðs Haraldssonar, sem færður var niður í sömu andrá. Umræður í þingsal snerust að megninu til um rökstuðning ráðherra, eða skort á rökstuðningi hans, í málinu. Reifuð voru jafnréttissjónarmið, því með ákvörðun Sigríðar verða kvendómarar sjö talsins og karldómarar átta. Þá tókust á sjónarmið um hvort Sigríður hefði lagalega heimild til að gera þær breytingar sem hún gerði, ítarlega var farið yfir þá bótaábyrgð sem hún gæti með ákvörðuninni skapað ríkinu og hvaða áhrif ákvörðunin hefði á virðingu og traust Alþingis og hins nýja Landsréttar. Eins og áður segir stóð til að fresta þingi á miðvikudag og voru þingmenn margir hverjir komnir í sumarstellingar. Það voru því átta varaþingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem útlit var fyrir að svo mjótt yrði á munum að ekki mætti taka neina áhættu með mætingu þingmanna í þingsal. Að endingu varð niðurstaðan sú að alls ekki var mjótt á munum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnarandstaðan hafi, ekki mjög löngu fyrir atkvæðagreiðslu, reynt að stilla saman strengi um hvernig kjósa bæri í málinu. Niðurstaðan varð þó sú að þingflokkur Framsóknar sat hjá í málinu en Vinstri græn, Píratar og Samfylking kusu gegn tillögu dómsmálaráðherra. Atkvæði fóru því svo að 31 þingmaður stjórnarliðsins kaus með tillögu Sigríðar, 22 greiddu gegn henni og 8 sátu hjá. Skipt um skoðun Meðal raka Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að hræra í niðurstöðu nefndarinnar var að reynsla af dómarastörfum hefði haft minna vægi en efni stóðu til. Af þeim sem voru skipaðir dómarar eru átta sem starfa við dómstóla landsins, sex héraðsdómarar, settur hæstaréttardómari og dómstjóri. Í ræðu á Alþingi, þann 7. febrúar síðastliðinn, sagði Sigríður meðal annars um skipan landsréttardómara: „Það er mjög mikilvægt að til starfa þar veljist fólk með ólíkan bakgrunn úr heimi lögfræðinnar, ekki bara núverandi embættisdómarar eða menn sem hafa sinnt dómstörfum heldur líka alls kyns öðrum lögfræðistörfum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt, og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Fyrir lá að tveir þingmenn yrðu fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Brynjar er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur sem færð var upp á lista Sigríðar en Svandís fyrrverandi eiginkona Ástráðs Haraldssonar, sem færður var niður í sömu andrá. Umræður í þingsal snerust að megninu til um rökstuðning ráðherra, eða skort á rökstuðningi hans, í málinu. Reifuð voru jafnréttissjónarmið, því með ákvörðun Sigríðar verða kvendómarar sjö talsins og karldómarar átta. Þá tókust á sjónarmið um hvort Sigríður hefði lagalega heimild til að gera þær breytingar sem hún gerði, ítarlega var farið yfir þá bótaábyrgð sem hún gæti með ákvörðuninni skapað ríkinu og hvaða áhrif ákvörðunin hefði á virðingu og traust Alþingis og hins nýja Landsréttar. Eins og áður segir stóð til að fresta þingi á miðvikudag og voru þingmenn margir hverjir komnir í sumarstellingar. Það voru því átta varaþingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem útlit var fyrir að svo mjótt yrði á munum að ekki mætti taka neina áhættu með mætingu þingmanna í þingsal. Að endingu varð niðurstaðan sú að alls ekki var mjótt á munum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnarandstaðan hafi, ekki mjög löngu fyrir atkvæðagreiðslu, reynt að stilla saman strengi um hvernig kjósa bæri í málinu. Niðurstaðan varð þó sú að þingflokkur Framsóknar sat hjá í málinu en Vinstri græn, Píratar og Samfylking kusu gegn tillögu dómsmálaráðherra. Atkvæði fóru því svo að 31 þingmaður stjórnarliðsins kaus með tillögu Sigríðar, 22 greiddu gegn henni og 8 sátu hjá. Skipt um skoðun Meðal raka Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að hræra í niðurstöðu nefndarinnar var að reynsla af dómarastörfum hefði haft minna vægi en efni stóðu til. Af þeim sem voru skipaðir dómarar eru átta sem starfa við dómstóla landsins, sex héraðsdómarar, settur hæstaréttardómari og dómstjóri. Í ræðu á Alþingi, þann 7. febrúar síðastliðinn, sagði Sigríður meðal annars um skipan landsréttardómara: „Það er mjög mikilvægt að til starfa þar veljist fólk með ólíkan bakgrunn úr heimi lögfræðinnar, ekki bara núverandi embættisdómarar eða menn sem hafa sinnt dómstörfum heldur líka alls kyns öðrum lögfræðistörfum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00
Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30
Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00