Valsmenn komust yfir strax á 4. mínútu og réðu lögum og lofum á vellinum eftir það.
Þeir áttu m.a. eina maraþonsókn sem stóð í tæpar þrjár mínútur. Valsmenn gáfu 64 sendingar og allir útileikmenn liðsins snertu boltann.
Sóknin hefði verðskuldað að enda með marki en skot Andra Adolphssonar fór rétt framhjá marki ÍBV.
Strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir þessa mögnuðu Valssókn en innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
