Körfubolti

Flottustu tilþrifin frá fyrsta ári Jóns Axels í Davidson | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson skorar hér á móti Norður-Karólínuskólanum sem vann síðan háskólatitilinn í ár.
Jón Axel Guðmundsson skorar hér á móti Norður-Karólínuskólanum sem vann síðan háskólatitilinn í ár. Vísir/Getty
Þetta var stórt ár á körfuboltaferli Grindvíkingsins Jóns Axel Guðmundssonar en hann steig þá bæði sín fyrstu skref í bandaríska háskólaboltanum og með íslenska A-landsliðinu.

Jón Axel lék sitt fyrsta tímabil með Davidson-skólanum en hann var áður búinn að stimpla sig inn með Grindavík í Domino´s deildinni.

Davidson-skólinn er þekktastur fyrir það að þar lék bandaríski bakvörðurinn Steph Curry áður en hann fór í NBA-deildina. Curry er eins og er tveimur sigurleikjum frá því að verða NBA-meistari með Golden State Warriors.

Nú er það hinsvegar íslenski bakvörðurinn sem er að raða niður körfununum með Davidson-skólanum.

Jón Axel spilaði 31 af 32 leikjum Davidson á tímabilinu en hann var fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og annar í stoðsendingum og stolnum boltum.

Ein flottasta tölfræði hans var þó að vera í byrjunarliðinu í 29 af 31 leik og spila 31,8 mínútur að meðaltali í leik.

Jón Axel var með 8,2 stig, 4,0 fráköst, 3,5 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali í leik. Það má sjá alla tölfræði hans hér.

Nú er búið að taka saman myndband með brot af því besta hjá Jóni á hans fyrsta tímabili með Davidson-skólanum. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×