Verjandinn krefst farsímagagna úr möstrum nærri þeim stað þar sem lík Birnu fannst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Thomas Møller Olsen þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í apríl. vísir/vilhelm Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18
Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00