Hvað er Borgarlína? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Bryndís Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar