„Fullt af lesbíum í tennis“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 10:00 Presturinn er ekki ánægð með lesbíurnar. vísir/getty Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court. Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira
Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court.
Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira