Annars flokks heilbrigðiskerfi Smári McCarthy skrifar 23. maí 2017 07:00 Í nýrri grein í Lancet-tímaritinu er dregin upp björt mynd af stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart öðrum. Röðin er ákveðin á grundvelli gilda sem reiknuð eru út frá ýmsum þáttum og getu heilbrigðiskerfa til að bregðast við ákveðnum sjúkdómum. Gildin eru reiknuð fyrir tímabilið 1990 til 2015 en á tímabilinu fer nánast öllum löndum heimsins fram. Til að mynda fór meðalland í Suðaustur-Asíu úr 38,6 stigum 1990 í 52,1 stig 2015, meðan rík lönd á heimsvísu fóru úr 71,1 stigi að meðaltali í 83,1 stig á tímabilinu. Ísland fór úr 81,9 stigum í 93,6 stig á tímabilinu. Við fyrstu sýn gefur þetta góða mynd af ástandinu en vert er að athuga nokkur atriði. Í fyrsta lagi hefur hægt nokkuð á framförum Íslands. Aukning á 5 ára tímabili náði mest 2,1 stigi um aldamót en stendur nú í um 0,8 stigum síðan fyrir hrun. Ef við hefðum haldið áfram að bæta heilbrigðiskerfið værum við í fyrsta sæti. Þá eru öll löndin í 20 efstu sætunum með ríkisrekin heilbrigðiskerfi en draumaland einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, Bandaríkin, er í 35. sæti þrátt fyrir gríðarhá laun lækna, góðan tækjabúnað og mikla vísindaþátttöku. Ætla má út frá þessu að með einkavæðingartilburðum sé heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að koma Íslandi neðar á lista Lancet. Svo má spyrja sig hvort það sé ástæða til að treysta mælingunni. Minnumst þess að fyrir hrun mældist Ísland ítrekað með minnsta spillingu í heimi en þær mælingar byggðust á röngum upplýsingum og mælikvörðum. Mýmörg dæmi eru um að Ísland mælist undarlega hátt á svona listum. En í rauninni skiptir bara eitt atriði máli: Erum við sátt við stöðuna? Getum við sagt að það sé gott að vera í öðru sæti ef það felur í sér ónýtt húsnæði, viðvarandi starfsmannaskort og streituálagi á heilbrigðisstarfsfólk, sjúklingum liggjandi á göngum spítala og síhækkandi kostnaði sjúklinga? Sagt er að annað sætið taki sá sem tapaði fyrstur allra. Við getum betur og ættum að fara varlega í fagnaðarlætin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Smári McCarthy Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í nýrri grein í Lancet-tímaritinu er dregin upp björt mynd af stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart öðrum. Röðin er ákveðin á grundvelli gilda sem reiknuð eru út frá ýmsum þáttum og getu heilbrigðiskerfa til að bregðast við ákveðnum sjúkdómum. Gildin eru reiknuð fyrir tímabilið 1990 til 2015 en á tímabilinu fer nánast öllum löndum heimsins fram. Til að mynda fór meðalland í Suðaustur-Asíu úr 38,6 stigum 1990 í 52,1 stig 2015, meðan rík lönd á heimsvísu fóru úr 71,1 stigi að meðaltali í 83,1 stig á tímabilinu. Ísland fór úr 81,9 stigum í 93,6 stig á tímabilinu. Við fyrstu sýn gefur þetta góða mynd af ástandinu en vert er að athuga nokkur atriði. Í fyrsta lagi hefur hægt nokkuð á framförum Íslands. Aukning á 5 ára tímabili náði mest 2,1 stigi um aldamót en stendur nú í um 0,8 stigum síðan fyrir hrun. Ef við hefðum haldið áfram að bæta heilbrigðiskerfið værum við í fyrsta sæti. Þá eru öll löndin í 20 efstu sætunum með ríkisrekin heilbrigðiskerfi en draumaland einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, Bandaríkin, er í 35. sæti þrátt fyrir gríðarhá laun lækna, góðan tækjabúnað og mikla vísindaþátttöku. Ætla má út frá þessu að með einkavæðingartilburðum sé heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að koma Íslandi neðar á lista Lancet. Svo má spyrja sig hvort það sé ástæða til að treysta mælingunni. Minnumst þess að fyrir hrun mældist Ísland ítrekað með minnsta spillingu í heimi en þær mælingar byggðust á röngum upplýsingum og mælikvörðum. Mýmörg dæmi eru um að Ísland mælist undarlega hátt á svona listum. En í rauninni skiptir bara eitt atriði máli: Erum við sátt við stöðuna? Getum við sagt að það sé gott að vera í öðru sæti ef það felur í sér ónýtt húsnæði, viðvarandi starfsmannaskort og streituálagi á heilbrigðisstarfsfólk, sjúklingum liggjandi á göngum spítala og síhækkandi kostnaði sjúklinga? Sagt er að annað sætið taki sá sem tapaði fyrstur allra. Við getum betur og ættum að fara varlega í fagnaðarlætin.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun