Kjarasamningar mörg þúsund manns í húfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 20:00 Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“ Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira