Goðsagnir í hverri stöðu þegar FH og Valur mættust síðast í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 15:00 Ólafur Stefánsson og Geir Sveinsson urðu báðir Íslandsmeistarar með Val 1993. mynd/brynjar gauti FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti