Handbolti

Aðalstjórn Þórs hafnar slitum á samstarfssamningnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Akureyri féll úr Olís-deild karla í vor.
Akureyri féll úr Olís-deild karla í vor. vísir/ernir
Aðalstjórn Þórs Ak. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta síðustu daga um slit á samstarfi Þórs og KA í handbolta karla.

Þór og KA hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags undanfarin 11 ár. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og fyrr í vikunni var svo ákveðið að slíta samstarfi Þórs og KA.

Í yfirlýsingunni segir að aðalstjórn Þórs hafni slitum á samstarfssamningi Þórs og KA um rekstur Akureyri handboltafélags.

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um framtíð Akureyri Handboltafélags (AHF) vill Aðalstjórn Þórs koma á framfæri meðfylgjandi yfirlýsingu;

Aðalstjórn Þórs hafnar slitum á samstarfssamningi Þórs og KA um rekstur AHF. Með vísan til 4. greinar núgildandi samnings félaganna frá 11.11.2010 eru skilyrði ekki fyrir hendi til að slíta samstarfi félaganna.

Aðalstjórn Þórs hyggst efna núgildandi samning milli félaganna um AHF.

Þór mun sjá um að skila inn þátttökutilkynningu fyrir AHF til HSÍ vegna keppnistímabilsins 2017-2018 og gera þannig ráðstafanir til að reyna að takmarka tjón AHF og Þórs vegna framgöngu KA í þessu máli.

Akureyri, 13.5.2017

F.h. Íþróttafélagsins Þórs

Árni Óðinsson formaður Íþróttafélasins Þórs


Tengdar fréttir

KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan

Samstarf KA og Þórs í handbolta karla heyrir sögunni til. Bæði lið hefja leik í 1. deildinni næsta vetur. KA-menn vildu slíta samstarfinu en ekki Þórsarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×