KA hættir samstarfi við Þór í karlahandboltanum en útilokar ekki samstarf hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 11:52 Lið KA og Þórs mættust í bikarúrslitaleik 4. flokks í vetur og framtíðin er greinilega björt hjá báðum þessum félögum. Mynd/ka.is KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56
Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47
Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00