Hin fötluðu og kerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. maí 2017 10:10 Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar