Súperdósin hverfur af markaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2017 13:36 Blaðaauglýsing úr Degi frá 1. ágúst 1990 þar sem auglýstur er 16,6 prósenta afsláttur af hálfum líter af kóki í dós. Eins og áður hefur verið greint frá verður á næstunni nokkuð breytt vöruframboð í dósum og gleri hjá Coca-Cola á Íslandi en fyrirtækið flytur nú inn gosdrykki í dósum og gleri frá Svíþjóð. Ein breytingin sem neytendur munu verða varir við er að 500 millilítra dós af kóki, betur þekkt sem súperdós, mun hverfa af markaðnum. Súpertilboð af súperdós. Dósin er frá árinu 1993 en um það leyti var heitið súperdós tekið í notkun.Í skriflegu svari frá Stefáni Magnússyni, markaðsstjóra Coca-Cola á Íslandi, segir að ástæðan fyrir því að súperdósin hverfi nú sé stefna Coca-Cola um „að sýna ábyrgð hvað varðar skammtastærðir og bjóða þannig ekki upp á stærri skammt en 330 ml í umbúðum sem ekki eru endurlokanlegar.“ Dósin hafi þannig verið of stór eining til neyslu í einum skammti og var Ísland eina landið í Evrópu sem bauð ennþá upp á súperdósina. Stefán bendir þó á að enn verði hægt að kaupa 500 millilítra af kóki í plastflösku en þeirri einingu má loka aftur og neyta vörunnar þannig í fleiri en einum skammti. Fyrsta 500 millilítra dósin af kók var seld hér á landi í kringum 1990 og þó að aðdáendur dósarinnar telji eflaust að ekkert geti komið í staðinn munu nýjar vörur frá Coca-Cola á Íslandi líta dagsins ljós á næstunni. Þannig má nefna stóra kók í gleri, það er kók í 330 millilítra flösku, auk þess sem 250 millilítra plastflöskur voru nýlega settar á markað. Þá verður einnig boðið upp á svokallaðar mini-dósir í stærðum frá 150 millilítrum upp í 250 millilítra en sú nýjung verður kynnt á næstunni. Neytendur Tengdar fréttir Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Íhuga að hætta að framleiða kók í dós á Íslandi „Við reynum á hverjum tíma að bregðast við markaðsaðstæðum.“ 18. mars 2017 11:12 Stór kók í gleri snýr aftur en nú frá Svíþjóð Íslenskir neytendur munu á næstunni geta keypt stóra kók í gleri á ný eða 330 millilítra glerflösku af hinum sívinsæla gosdrykk Coca Cola. 4. maí 2017 10:18 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Eins og áður hefur verið greint frá verður á næstunni nokkuð breytt vöruframboð í dósum og gleri hjá Coca-Cola á Íslandi en fyrirtækið flytur nú inn gosdrykki í dósum og gleri frá Svíþjóð. Ein breytingin sem neytendur munu verða varir við er að 500 millilítra dós af kóki, betur þekkt sem súperdós, mun hverfa af markaðnum. Súpertilboð af súperdós. Dósin er frá árinu 1993 en um það leyti var heitið súperdós tekið í notkun.Í skriflegu svari frá Stefáni Magnússyni, markaðsstjóra Coca-Cola á Íslandi, segir að ástæðan fyrir því að súperdósin hverfi nú sé stefna Coca-Cola um „að sýna ábyrgð hvað varðar skammtastærðir og bjóða þannig ekki upp á stærri skammt en 330 ml í umbúðum sem ekki eru endurlokanlegar.“ Dósin hafi þannig verið of stór eining til neyslu í einum skammti og var Ísland eina landið í Evrópu sem bauð ennþá upp á súperdósina. Stefán bendir þó á að enn verði hægt að kaupa 500 millilítra af kóki í plastflösku en þeirri einingu má loka aftur og neyta vörunnar þannig í fleiri en einum skammti. Fyrsta 500 millilítra dósin af kók var seld hér á landi í kringum 1990 og þó að aðdáendur dósarinnar telji eflaust að ekkert geti komið í staðinn munu nýjar vörur frá Coca-Cola á Íslandi líta dagsins ljós á næstunni. Þannig má nefna stóra kók í gleri, það er kók í 330 millilítra flösku, auk þess sem 250 millilítra plastflöskur voru nýlega settar á markað. Þá verður einnig boðið upp á svokallaðar mini-dósir í stærðum frá 150 millilítrum upp í 250 millilítra en sú nýjung verður kynnt á næstunni.
Neytendur Tengdar fréttir Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Íhuga að hætta að framleiða kók í dós á Íslandi „Við reynum á hverjum tíma að bregðast við markaðsaðstæðum.“ 18. mars 2017 11:12 Stór kók í gleri snýr aftur en nú frá Svíþjóð Íslenskir neytendur munu á næstunni geta keypt stóra kók í gleri á ný eða 330 millilítra glerflösku af hinum sívinsæla gosdrykk Coca Cola. 4. maí 2017 10:18 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00
Íhuga að hætta að framleiða kók í dós á Íslandi „Við reynum á hverjum tíma að bregðast við markaðsaðstæðum.“ 18. mars 2017 11:12
Stór kók í gleri snýr aftur en nú frá Svíþjóð Íslenskir neytendur munu á næstunni geta keypt stóra kók í gleri á ný eða 330 millilítra glerflösku af hinum sívinsæla gosdrykk Coca Cola. 4. maí 2017 10:18