Oddaleikjaveislan heldur áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 06:00 Halldór Jóhann þekkir oddaleiki vel. vísir/eyþór Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira