Oddaleikjaveislan heldur áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 06:00 Halldór Jóhann þekkir oddaleiki vel. vísir/eyþór Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Sjá meira
Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Sjá meira