Skipuleggjendur Fyre Festival krafðir um 100 milljónir Bandaríkjadala Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 19:13 Ja Rule er í nokkuð slæmum málum um þessar mundir. Vísir/Getty Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. The Guardian greinir frá. Gregaros krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns Daniel Jung. Talið er að allt að 150 manns í viðbót muni fá aðild að lögsókninni. Í lögsókninni segir að „skortur á viðunandi fæði, vatni, skýlum og læknisaðstoð skapaði hættulegt ástand og uppþot meðal viðstaddra, sem allt í einu voru strand á afskekktri eyju án nauðsynlegra vista, [ástandið] líktist frekar aðstæðum í Hungurleikunum eða Lord of the Flies en á hátíðum á borð við Coachella.“ Þá kom einnig fram í stefnunni að „hátíðargestir hafi lifað af á naumlegum matarskömmtum, litlu meira en brauði og ostsneið, og hafi reynt að flýja náttúruöflin í eina skýlinu sem boðið var upp á: litlu samansafni af neyðartjöldum, rennblautum og veðurbörðum.“ Hátíðin, sem margar af skærustu stjörnum samfélagsmiðla voru fengnar til að auglýsa, þar á meðal ofurfyrirsætan Bella Hadid, hófst með miklum látum í síðustu viku. Viðstaddir létu einstaklega illa af öllum aðbúnaði eins og frægt er orðið. Hvorki Ja Rule né Billy McFarland hafa tjáð sig um lögsóknina. Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. The Guardian greinir frá. Gregaros krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns Daniel Jung. Talið er að allt að 150 manns í viðbót muni fá aðild að lögsókninni. Í lögsókninni segir að „skortur á viðunandi fæði, vatni, skýlum og læknisaðstoð skapaði hættulegt ástand og uppþot meðal viðstaddra, sem allt í einu voru strand á afskekktri eyju án nauðsynlegra vista, [ástandið] líktist frekar aðstæðum í Hungurleikunum eða Lord of the Flies en á hátíðum á borð við Coachella.“ Þá kom einnig fram í stefnunni að „hátíðargestir hafi lifað af á naumlegum matarskömmtum, litlu meira en brauði og ostsneið, og hafi reynt að flýja náttúruöflin í eina skýlinu sem boðið var upp á: litlu samansafni af neyðartjöldum, rennblautum og veðurbörðum.“ Hátíðin, sem margar af skærustu stjörnum samfélagsmiðla voru fengnar til að auglýsa, þar á meðal ofurfyrirsætan Bella Hadid, hófst með miklum látum í síðustu viku. Viðstaddir létu einstaklega illa af öllum aðbúnaði eins og frægt er orðið. Hvorki Ja Rule né Billy McFarland hafa tjáð sig um lögsóknina.
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50
Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30