Það sem vinstrimenn geta lært af frjálshyggju Jóhannes Loftsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Í hugum margra er einokunarverslunin, þegar danskir kaupmenn okruðu á landanum og keyptu fiskinn fyrir slikk, ein mesta kúgun sem þjóðin hefur mátt þola. Þegar kóngurinn festi verðlag til að laga ástandið, þá fóru kaupmennirnir bara að selja lakari vöru og hálfskemmdan mat. Þessi þankagangur einokunar einskorðaðist ekki bara við dönsku kaupmennina, því fyrst þegar tækifæri bauðst til að aflétta einokuninni lögðust íslenskir hagsmunaaðilar gegn því. Hagkerfið var kaka sem stækkaði aldrei og það eina sem skipti máli var að tryggja sér sína sneið. Allar breytingar sem sköpuðu óvissu um framtíðina voru ógn. Afleiðingin varð sú að þrátt fyrir að hér væru ein gjöfulustu fiskimið í heimi, varð framþróun engin og samfélagið staðnaði um aldir. Þegar vinstri menn horfa til baka þá kenna þeir gjarnan hinum gráðugu kaupmönnum um. Ef kóngurinn hefði vandað sig betur við að stjórna versluninni þá hefði þetta reddast. Velja hefði átt betri kaupmenn og halda betur aftur af græðgi þeirra með meira eftirliti. Föstu verðtaxtarnir hefðu bara átt að vera ýtarlegri og reglurnar strangari og styðja hefði átt betur við íslenska framleiðslu. Afstaða frjálshyggjunnar er þveröfug, því hún talar fyrir fullkomnum aðskilnaði ríkis og viðskiptalífs. Öll afskipti ríkisins brengla markaðinn og hygla kerfisafætum, sem þrífast á að blóðmjólka kerfið og skapa engin verðmæti. Ekkert var við einokunarkaupmennina að sakast, því þeir vora bara eðlileg afleiðing af afskiptum kóngsins. Andstaða margra Íslendinga við að aflétta einokuninni kemur frjálshyggjunni heldur ekki á óvart, því eina útkoman af margra alda tímabili hafta og vistabanda er úrkynjun markaðsins, þar sem afætur sem telja sig græða á ríkjandi ástandi óttast allar breytingar og berjast með kjafti og klóm fyrir að viðhalda spilltu kerfi. Í þessu liggur meginhugsanaskekkja vinstrimanna. Því meiri sem inngrip ríkisins í viðskiptalífið eru, þeim mun meiri hvati er til staðar fyrir afæturnar að hafa áhrif á kerfið sér í hag. Ef inngripin verða síðan það mikil að meira að segja gróðavon afætanna hverfur, þá hverfur allur hvati til framþróunar og algjör stöðnun efnahagslífsins verður eina mögulega útkoman. Á kostnað skattgreiðenda Þrátt fyrir að danskurinn sé nú löngu horfinn á braut þá lifa hin gömlu einokunargildi enn góðu lífi. Ríkiseinokun útilokar stóra geira atvinnulífsins frá einkaframtakinu samtímis því sem kvótasala í matvælageiranum og kerfi starfsleyfisúthlutana og lóðaskömmtunar halda uppi háu verðlagi. Einokunarinngripin takmarkast síðan ekki bara við fyrirtæki, því í krafti verkfallsréttar, þá geta fámennir hópar haldið heilu atvinnugeirunum í gíslingu. Þannig miða laun oft frekar við þann skaða sem starfsmaðurinn getur valdið en verðmætunum sem hann skapar. Hvert sem litið er eru hagsmunahópar sem vilja viðhalda ríkisverndinni og velferðaröryggisneti fyrirtækjanna á kostnað skattgreiðenda og neytenda. Þróunin fram að hruni var einnig athyglisverð. Flókið kerfi tolla, vörugjalda, landbúnaðarverndar og alls konar ríkissamkeppnishindrana bjuggu til fákeppnisumhverfi sem skapaði grundvöll fyrir að um aldamótin náði stór verslunarkeðja algjörri yfirburðastöðu á innlendum markaði. En þegar eigendurnir reyndu fyrir sér á frjálsari samkeppnismarkaði í Bandaríkjunum varð það ævintýri skammvinnt og fór strax á hliðina. Þegar þeir komust í sjóði tryggingafélaga, Íbúðalánasjóðs, banka, seðlabanka og lífeyrissjóða hófst útrásin að nýju. Tilurð sjóðanna var á einn eða annan hátt vegna ríkisafskipta og féð oft án hirðis. Útrásin endaði því sem innrás í vasa spariféeigenda og þegar peningurinn þvarr þá hrundi viðskiptaveldið með 1.000 milljarða lán á bakinu. Svipað gerðist hjá öðrum sem voru útvaldir til að fá risalán úr einum ríkisbanka til að eignast annan. Einnig verður að teljast ólíklegt að Landsbankanum hefði gengið eins vel að fá útlendinga til að leggja inn allt sparifé sitt í netbanka frá ókunnugu landi, ef upplýst hefði verið um að engin ríkisábyrgð væri á innistæðunum. Þegar allt var komið í þrot þá voru heimtuð „þrautavaralán“. Orð, sem í sjálfu sér er mótsögn, því lán þarf ávallt að borga til baka, en þegar lánsáhættan er það mikil að enginn vill lána, þá er vart lengur um lán að ræða, heldur gjöf. Þróun afætanna hafði greinlega runnið sitt skeið. Valdamesta fólk íslensks atvinnulífs leit svo á að slík gjöf til sín væri skylda ríkisins og það ætti íslenska skattgreiðendur með húð og hári. Aðskilnaður ríkis og atvinnulífs er grundvöllur heilbrigðs markaðar, því allt sem ríkið snertir spillist og rotnar að innan á endanum þ.a. ekkert verður eftir nema skelin ein. Ríkið má aldrei „hjálpa til“ eins og gert var í innistæðutryggingakerfinu og hirðislausu sjóðunum, því ef ábyrgðin er tekin af þeim sem græðir, þá hlekkjar ekkert áhættusæknina. Að sama skapi þá má ríkið aldrei búa til samkeppnisvernd, því samkeppni er eina svipan sem lækkar verð og bætir gæði. Því verður ávallt að gera hvað sem er til að reglur og flækjustig yfirvaldsins búi ekki til einokunarvernd. Til þess að það sé hægt, verður einokunaráráttunni að ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Loftsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í hugum margra er einokunarverslunin, þegar danskir kaupmenn okruðu á landanum og keyptu fiskinn fyrir slikk, ein mesta kúgun sem þjóðin hefur mátt þola. Þegar kóngurinn festi verðlag til að laga ástandið, þá fóru kaupmennirnir bara að selja lakari vöru og hálfskemmdan mat. Þessi þankagangur einokunar einskorðaðist ekki bara við dönsku kaupmennina, því fyrst þegar tækifæri bauðst til að aflétta einokuninni lögðust íslenskir hagsmunaaðilar gegn því. Hagkerfið var kaka sem stækkaði aldrei og það eina sem skipti máli var að tryggja sér sína sneið. Allar breytingar sem sköpuðu óvissu um framtíðina voru ógn. Afleiðingin varð sú að þrátt fyrir að hér væru ein gjöfulustu fiskimið í heimi, varð framþróun engin og samfélagið staðnaði um aldir. Þegar vinstri menn horfa til baka þá kenna þeir gjarnan hinum gráðugu kaupmönnum um. Ef kóngurinn hefði vandað sig betur við að stjórna versluninni þá hefði þetta reddast. Velja hefði átt betri kaupmenn og halda betur aftur af græðgi þeirra með meira eftirliti. Föstu verðtaxtarnir hefðu bara átt að vera ýtarlegri og reglurnar strangari og styðja hefði átt betur við íslenska framleiðslu. Afstaða frjálshyggjunnar er þveröfug, því hún talar fyrir fullkomnum aðskilnaði ríkis og viðskiptalífs. Öll afskipti ríkisins brengla markaðinn og hygla kerfisafætum, sem þrífast á að blóðmjólka kerfið og skapa engin verðmæti. Ekkert var við einokunarkaupmennina að sakast, því þeir vora bara eðlileg afleiðing af afskiptum kóngsins. Andstaða margra Íslendinga við að aflétta einokuninni kemur frjálshyggjunni heldur ekki á óvart, því eina útkoman af margra alda tímabili hafta og vistabanda er úrkynjun markaðsins, þar sem afætur sem telja sig græða á ríkjandi ástandi óttast allar breytingar og berjast með kjafti og klóm fyrir að viðhalda spilltu kerfi. Í þessu liggur meginhugsanaskekkja vinstrimanna. Því meiri sem inngrip ríkisins í viðskiptalífið eru, þeim mun meiri hvati er til staðar fyrir afæturnar að hafa áhrif á kerfið sér í hag. Ef inngripin verða síðan það mikil að meira að segja gróðavon afætanna hverfur, þá hverfur allur hvati til framþróunar og algjör stöðnun efnahagslífsins verður eina mögulega útkoman. Á kostnað skattgreiðenda Þrátt fyrir að danskurinn sé nú löngu horfinn á braut þá lifa hin gömlu einokunargildi enn góðu lífi. Ríkiseinokun útilokar stóra geira atvinnulífsins frá einkaframtakinu samtímis því sem kvótasala í matvælageiranum og kerfi starfsleyfisúthlutana og lóðaskömmtunar halda uppi háu verðlagi. Einokunarinngripin takmarkast síðan ekki bara við fyrirtæki, því í krafti verkfallsréttar, þá geta fámennir hópar haldið heilu atvinnugeirunum í gíslingu. Þannig miða laun oft frekar við þann skaða sem starfsmaðurinn getur valdið en verðmætunum sem hann skapar. Hvert sem litið er eru hagsmunahópar sem vilja viðhalda ríkisverndinni og velferðaröryggisneti fyrirtækjanna á kostnað skattgreiðenda og neytenda. Þróunin fram að hruni var einnig athyglisverð. Flókið kerfi tolla, vörugjalda, landbúnaðarverndar og alls konar ríkissamkeppnishindrana bjuggu til fákeppnisumhverfi sem skapaði grundvöll fyrir að um aldamótin náði stór verslunarkeðja algjörri yfirburðastöðu á innlendum markaði. En þegar eigendurnir reyndu fyrir sér á frjálsari samkeppnismarkaði í Bandaríkjunum varð það ævintýri skammvinnt og fór strax á hliðina. Þegar þeir komust í sjóði tryggingafélaga, Íbúðalánasjóðs, banka, seðlabanka og lífeyrissjóða hófst útrásin að nýju. Tilurð sjóðanna var á einn eða annan hátt vegna ríkisafskipta og féð oft án hirðis. Útrásin endaði því sem innrás í vasa spariféeigenda og þegar peningurinn þvarr þá hrundi viðskiptaveldið með 1.000 milljarða lán á bakinu. Svipað gerðist hjá öðrum sem voru útvaldir til að fá risalán úr einum ríkisbanka til að eignast annan. Einnig verður að teljast ólíklegt að Landsbankanum hefði gengið eins vel að fá útlendinga til að leggja inn allt sparifé sitt í netbanka frá ókunnugu landi, ef upplýst hefði verið um að engin ríkisábyrgð væri á innistæðunum. Þegar allt var komið í þrot þá voru heimtuð „þrautavaralán“. Orð, sem í sjálfu sér er mótsögn, því lán þarf ávallt að borga til baka, en þegar lánsáhættan er það mikil að enginn vill lána, þá er vart lengur um lán að ræða, heldur gjöf. Þróun afætanna hafði greinlega runnið sitt skeið. Valdamesta fólk íslensks atvinnulífs leit svo á að slík gjöf til sín væri skylda ríkisins og það ætti íslenska skattgreiðendur með húð og hári. Aðskilnaður ríkis og atvinnulífs er grundvöllur heilbrigðs markaðar, því allt sem ríkið snertir spillist og rotnar að innan á endanum þ.a. ekkert verður eftir nema skelin ein. Ríkið má aldrei „hjálpa til“ eins og gert var í innistæðutryggingakerfinu og hirðislausu sjóðunum, því ef ábyrgðin er tekin af þeim sem græðir, þá hlekkjar ekkert áhættusæknina. Að sama skapi þá má ríkið aldrei búa til samkeppnisvernd, því samkeppni er eina svipan sem lækkar verð og bætir gæði. Því verður ávallt að gera hvað sem er til að reglur og flækjustig yfirvaldsins búi ekki til einokunarvernd. Til þess að það sé hægt, verður einokunaráráttunni að ljúka.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar