Katrín kallar eftir skýrari sýn hins opinbera í heilbrigðismálum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 12:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/anton Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira