Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 19:00 Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr. Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr.
Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira