Vísindin og sannlíki stjórnmálanna Guðni Elísson skrifar 22. apríl 2017 10:21 Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun