Of einföld endurkoma Sharapovu fer illa í aðra keppendur: „Hún á ekki að fá boðskort“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 10:30 Maria Sharapova snýr aftur á morgun. vísir/getty Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin. Tennis Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin.
Tennis Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira