Of einföld endurkoma Sharapovu fer illa í aðra keppendur: „Hún á ekki að fá boðskort“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 10:30 Maria Sharapova snýr aftur á morgun. vísir/getty Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin. Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin.
Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira