Freyr: Höfum engu að tapa á móti Þýskalandi sem enginn vildi mæta Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 12:00 Freyr Alexandersson var líklega ekki kátur með dráttinn í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00