Serena greindi óvart frá óléttunni: „Ólétt eða ekki átti ég að vinna mótið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 10:30 Serena Williams vann opna ástralska meistaramótið ólétt. vísir/getty/snapchat Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams. Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams.
Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00