Uppsafnaður fjárskortur á innanlandsflugvöllum víða um landið 28. apríl 2017 07:00 Með 200 milljón króna fjárveitingu er tryggt að rekstur flugvalla, eins og Ísafjarðarflugvöllur sem hér sést, verði óbreyttur. vísir/pjetur Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent