„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. apríl 2017 19:00 Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“ Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“
Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira